Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Júní betri í ferðaþjónustunni en áætlað var

01.07.2020 - 13:20
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Þótt mun minni umsvif séu í ferðaþjónustu en undanfarin ár hefur júní verið betri en búist var við. Íslendingar virðast hafa tekið vel þeirri hvatningu að ferðast innanlands. Tekjur eru þó ekki í samræmi við aðsóknina því í flestum tilfellum er fólk að nýta sér tilboð og afslætti á mestallri þjónustu.

Það ríkti mikil svartsýni í ferðaþjónustu vegna kórónuveirunnar í vor þegar ljóst var að erlendir ferðamenn kæmu ekki til landsins. Því yrði að treysta á að Íslendingar ferðuðust innanlands til að halda ferðaþjónustunni gangandi.

Meira að gera í júní en reiknað var með

Björn H. Reynisson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands, segir að svo virðist sem það hafi verið raunin. Rætt var við Björn á Morgunvaktinni á Rás1. „Margir bjuggust við því að það yrði mjög lítið í júní þó að Íslendingar færu að ferðast meira innanlands. Íslendingar væru ekki komnir í sumarfrí og svo framvegis. En það hefur verið mun meira að gera.“ 

Nægir til að geta haft opið

Þannig hafi meiri aðsókn verið í gistingu, afþreyingu og á veitingastöðum, en búist var við. En þetta sé misjafnt eftir svæðum og á Norðurlandi séu Akureyri, Siglufjörður og Húsavík vinsælustu staðirnir. „Auðvitað er þetta langt frá því sem menn eru vanir að hafa á þessu tímabili,“ segir hann. „En þetta er mun betra en búist var við sem gerir mönnum það kleift að hafa opið.“

Mikil óvissa um hvað taki við í haust

Og á þessum sömu forsendum líti júlí og ágúst almennt vel út. Mikil óvissa ríki hins vegar um hvað taki við í haust þegar sumarfrí Íslendinga er á enda. „Menn eru auðvitað að vona að landið opnist eitthvað því menn geta bara ekki misst haustið úr alveg niður í núll aftur. Það e rgríðarlega mikið undir að þetta muni ganga upp að halda landinu opnu og vonandi að við getum fengið eitthvað í haust