Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Forseti Búrúndí viðurkennir að farsóttin sé vandamál

01.07.2020 - 08:29
Burundi's President Evariste Ndayishimiye gestures to the crowd after his inauguration in Gitega, Burundi Thursday, June 18, 2020. President Evariste Ndayishimiye took power two months early after the abrupt death of his predecessor Pierre Nkurunziza. (AP Photo/Berthier Mugiraneza)
 Mynd: Berthier Mugiraneza - APimages
Evariste Ndayishimiye, forseti Mið-Afríkuríkisins Búrúndi, hefur lýst því formlega yfir að kórónuveiran sé helsti óvinur landsins. Þetta er töluverður viðsnúningur því yfirvöld í landinu hafa hingað til að mestu leyti hunsað farsóttina.

Forsetinn, sem gjarnan er kallaður Neva, tók við völdum 18. júní, þegar forveri hans lést skyndilega. Dánarorsök hins 55 ára Pierre Nkurunziza var sögð hjartaáfall en uppi eru getgátur um að hann hafi í raun dáið úr COVID-19. Skömmu áður en forsetinn lést bárust nefnilega óstaðfestar fregnir af því að eiginkona hans hafi verið flutt á spítala í Kenía, veik af COVID-19. Þrátt fyrir að vitað sé að veiran hafi borist til Búrúndí í apríl hafa yfirvöld þar til nú ítrekað sagt að Guð hafi hlíft landinu við farsóttinni, en nú virðist sem nýi forsetinn hafi breytt um stefnu. 

Burundians queue to cast their votes in the constitutional referendum in Buye, north of Ngozi, in northern Burundi Thursday, May 17, 2018. The country is voting in a referendum proposing constitutional changes that could extend President Pierre Nkurunziza
Biðröð var á kjörstað í Buye í norðurhluta Búrúndí í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Um miðjan maí gekk fólk til þjóðaratkvæðagreiðslu í Búrúndí, engar takmarkanir voru settar þá vegn sóttvarna.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV