Stuðningsmenn Einars Hermannssonar náðu kjöri

30.06.2020 - 20:35
Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd
Allir þeir sem buðu sig fram í stjórn Einars Hermannssonar náðu kjöri sem stjórnarmeðlimir SÁÁ. Varamenn á lista Einars náðu einnig kjöri. Aðalfundur SÁÁ hófst klukkan fimm síðdegis.

Einar sækist eftir formennsku samtakanna auk Þórarins Tyrfingssonar. Sitjandi formaður SÁÁ er Arnþór Jónsson en hann sóttist ekki eftir áframhaldandi formennsku. 

Átök hafa verið innan samtakanna að undanförnu. Hluti af starfsmönnum SÁÁ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar framboðs Þórarins þar sem störf hans voru gagnrýnd. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, hefur jafnframt lýst því yfir að hún styðji framboð Einars Hermannssonar. 

Einar er ekki orðinn formaður SÁÁ þrátt fyrir að stjórn hans hafi náð kjöri. Hin nýja stjórn mun kjósa sér formann, samkvæmt 7. og 8. gr. laga SÁÁ

Í stjórn SÁÁ eru sitja 48 einstaklingar. Þeir 16 sem eru á stuðningsmannalista Einars munu koma í stað fyrir stjórnarmenn sem kosnir voru 2017. Hinir 32 voru kosnir árin 2018 og 2019 og sitja þeir enn í stjórn. 

Uppfært kl. 21:30:

Vegna ábendingar var bætt við þessa frétt að í stjórn SÁÁ sitja í heild 48 einstaklingar. Sömuleiðis var fyrirsögn fréttarinnar breytt. 

 

Frá aðalfundinum. Mynd: Sólveig Klara Ragnarsdóttir.
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi