Kanye West gefur út nýtt lag

Mynd með færslu
 Mynd: Arthur Jafa - Kanye West

Kanye West gefur út nýtt lag

30.06.2020 - 14:39

Höfundar

Nýtt lag Kanye West sem nefnist Wash Us in the Blood kom út í dag. Lagið verður á væntanlegri plötu West sem ber vinnuheitið God's Country.

Myndband við lagið var gefið út á Youtube rétt í þessu. Leikstjóri þess er vídeólistamaðurinn Arthur Jafa sem West hefur áður unnið með. Myndbandið er klippiverk þar sem hinum ýmsu myndskeiðum er skeytt saman, meðal annars frá nýlegum mótmælum í Bandaríkjunum og sunnudagsmessum sem West hefur haldið.

Wash Us in the Blood fylgir eftir gospelplötu Kanyes West, Jesus is King, og kórplötunni Jesus is Born sem báðar komu út í fyrra. Í viðtali við tímaritið GQ sagði hann að væntanleg plata, God's Country, sé af sama meiði. „Líkt og á Jesus is King, verða öll lögin, óháð hljómrænum eiginleikum, tilbeiðslulög – kristilegt rapp, ef þú vilt kalla það það – af áður óþekktri sort,“ segir West. 

 

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Kanye West hrasar inn í óperuheiminn með látum

Trúarbrögð

Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn Kanye West

Tónlist

Hugsanamótandi afl gengur guði á hönd

Tónlist

„Kanye West veiddi Paul McCartney í gildru“