Íslenska liðið í öðrum styrkleikaflokki

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Íslenska liðið í öðrum styrkleikaflokki

30.06.2020 - 11:55
Dráttur fyrir forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta árið 2021 fer fram 8. júlí. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki.

Forkeppnin verður leikin annað hvort 27.-29. nóvember næstkomandi eða 4.-.6. desember næstkomandi. Ísland gæti lent í bæði þriggja eða fjögurra liða riðli. Tvö lið komast áfram úr hvorum riðli í umspilið sem verður næsta sumar. Heimsmeistaramótið fer svo fram í desember á næta ári. Sautján lið eru í forkeppninni og eru þau eftirfarandi:

Fyrsti styrkleikaflokkur:
Austurríki
Hvíta-Rússland
Norður-Makedónía
Slóvakía
Tyrkland

Annar styrkleikaflokkur:
Ísland
Ítalía
Portúgal
Sviss
Úkraína

Þriðji styrkleikaflokkur:
Finnland
Færeyjar
Ísreael
Kósóvó
Litháen

Fjórði styrkleikaflokkur
Grikkland
Lúxemborg