Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Harpa segir upp þrjátíu manns

Mynd með færslu
 Mynd: Pixabay - Pexels
Þrjátíu manns var sagt upp í gær hjá Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Starfsfólkið er allt þjónustufulltrúar sem vinna í hlutastarfi í vaktavinnu á viðburðum hússins. Starfsfólkinu var sagt upp á fundi með helstu stjórnendum hússins og fulltrúa VR.

Samtals eru stöðurnar á við 4,7 ársverk eða stöðugildi. Gripið er til uppsagnanna í varúðarskyni vegna COVID-19 og þeirrar óvissu sem nú ríkir um viðburðahald, segir fjármálastjóri Hörpu, Berglind Ólafsdóttir. Staðan verði endurmetin reglulega og vænta stjórnendur þess að hægt verði að ráða starfsfólkið aftur í haust áður en uppsögn tekur gildi 30. september því starfsfólkið sé mikilvægur þáttur í viðburðahaldi.

Starfsfólkið vinnur aðallega á viðburðum hússins en einnig í miðasölu.

Það fékk þriggja mánaða uppsagnarfrest og gegnir vinnuskyldu á tímanum sé þörf á starfsfólki.