Flugfélagið Norwegian afpantar 97 Boeingþotur

30.06.2020 - 17:45
epa07431268 (FILE) - Grounded Boeing 737-800 aircrafts of Norwegian budget carrier 'Norwegian' at Arlanda Airport of Stockholm, Sweden, 05 March 2015 (reissued 12 March 2019). Reports on 12 March 2019 state 'Norwegian' is to ground its fleet of Boeing 737 MAX 8 planes as a reaction to recommendation from European aviation authorities. The moves comes following the crash of a Ethiopian Airlines Boeing 737 MAX 8 plane on 10 March, killing all 157 onboard the plane.  EPA-EFE/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian er hætt við að kaupa 97 þotur sem höfðu verið pantaðar hjá bandarísku Boeing flugvélasmiðjunum. Af þeim eru 92 af gerðinni 737 MAX og fimm 787 Dreamliner þotur. Félagið hyggst einnig höfða mál á hendur Boeing til að fá bætur fyrir þann fjárhagsskaða sem flugbann MAX vélanna hefur valdið og einnig vegna tæknilegra vandamála í Dreamliner vélunum.

Þessi tilkynning stjórnenda Norwegian varð til þess að hlutabréf í Boeing féllu um rúmlega sjö prósent á fyrstu tuttugu mínútunum eftir að viðskipti hófust á Wall Street í dag. Bréfin hækkuðu um fjórtán prósent í gær, þegar greint var frá því að prófanir á MAX þotunum væru að hefjast en þær voru kyrrsettar í mars í fyrra. Gert er ráð fyrir að prófanirnar á vegum bandaríska loftferðaeftirlitsins FAA taki þrjá daga.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi