Fjórtán ríki örugg samkvæmt ESB

30.06.2020 - 08:56
epa08516271 An information board at the Fiumicino airport in Rome, 29 June 2020. The Italian airports of Fiumicino and Ciampino have received international recognition for their fight against the spread of COVID-19 and the prevention of biological risk from pathogens. The two Roman ports managed by ADR are the first in the world to obtain the 'Biosafety Trust' certification, issued by the certification body RINA SERVICES, relating to the correct application of the contagion prevention system due to infections by biological agents. EPA-EFE/Telenews
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Fjórtán lönd eru á lista Evrópusambandsins yfir örugg ríki. Fólki þaðan verður heimilt að koma til Evrópusambandsríkja frá og með 1. júlí.

Á listanum eru meðal annars Ástralía, Kanada, Japan og Suður-Kórea. Brasilía, Bandaríkin og Kína eru ekki á listanum en BBC greinir frá því að Evrópusambandið sé reiðubúið að bæta Kína á listann séu yfirvöld þar tilbúin að hleypa ríkisborgurum ESB-landa inn á móti. Listinn var kynntur í gær. Hann hefur ekki enn verið formlega staðfestur en búist er við að það verði gert síðar í dag.

Öll fjórtán ríkin sem talin eru örugg eru:

 • Alsír
 • Ástralía
 • Kanada
 • Georgía
 • Japan
 • Marokkó
 • Nýja-Sjáland
 • Rúanda
 • Serbía
 • Suður-Kórea
 • Svartfjallaland
 • Taíland
 • Túnis
 • Úrúgvæ
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi