Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hjaltalín - Hjaltalín

Mynd: hjaltalín / hjaltalín

Hjaltalín - Hjaltalín

29.06.2020 - 16:15

Höfundar

Ný plata Hjaltalín hefur verið í vinnslu allt frá árinu 2013 og er því sjö ára ferli loksins að ljúka. Platan inniheldur 13 lög, sem öll hafa verið í gegnum ótal útgáfur, útsetningar og hljóðblandanir. Að því leyti má líkja þeim við styttur, sem hafa verið höggnar smám saman í áranna rás.

Lögin voru tekin að mestu upp í hljóðveri Hjaltalín, fyrst í Stúdíó Kolgeit og síðar í Studíó Sjampó í E7 hljóðversþyrpingunni úti á Granda. Einnig voru fóru fram upptökur t.d. í félagsheimilinu Brautartungu í Lundareykjardal og svo var strengjahljómsveit tekin upp í Búdapest í Ungverjalandi.

Platan, sem er fjórða hljóðverskífa sveitarinnar, hefur í raun ekkert nafn, en gengur þó undir viðurnefninu Úlfaplatan, í höfuðið á ylflingsstyttunni á framhlið plötunnar. Styttuna hjó Matthías Rúnar Sigurðsson, en öll hönnun var í yfirumsjón Sigurðar Oddssonar.

Mynd með færslu
 Mynd: hjaltalín

Platan hefur að sögn hljómsveitarmeðlima kostað svita og tár, og sú staðhæfing að það hafi verið erfitt að koma þessari plötu saman er talsvert vægari en efni standa til. En sem betur fer fyrir hlustendur, segja meðlimir að  þessar svefnvana nætur, gríðarlega mikla vinna og heitar umræður skilað sér í það sem verður að teljast eitt besta verk sem Hjaltalín hefur nokkru sinni sent frá sér. 

Hjaltalín er plata vikunnar á Rás 2 og hægt að hlusta á hana alla ásamt kynningum sveitarinnar á Rás 2 eftir tíu fréttir í kvöld.