Francois Fillon og frú fá fangelsisdóma

29.06.2020 - 12:35
epa08515852 Former French Prime Minister Francois Fillon (R) and his wife Penelope (C) arrive at the courthouse in Paris, France, 29 June 2020. The French court is scheduled to give its verdict in the trial of the ex-prime minister, accused of employing his wife Penelope as a highly-paid aide for years despite the lack of evidence that she performed any legitimate work.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Francois Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, var dæmdur í fimm ára fangelsi í dag fyrir að ráða eiginkonu sína í starf sem ekki var til. Þrjú ár fangelsisdómsins eru skilorðsbundin. Penelope, eiginkona Fillons, fékk þriggja ára skilorðsbundið fangelsi. Þeim er gert skylt að greiða 375 þúsund evrur í sekt, sem svarar rúmlega 58 milljónum króna.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi