Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

50 ungmenni í sóttkví

29.06.2020 - 15:31
Útilistaverk við bæjarmörk Garðabæjar.
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
50 manna hópur úr vinnuskóla Garðabæjar er kominn í sóttkví eftir að einn flokkstjóra greindist með Covid-19. Nokkrir flokkstjórar eru einnig í sóttkví en ákveðið hefur verið að skima alla flokkstjóra fyrir veirunni.

Hulda Hauksdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar, staðfestir þetta við fréttastofu. Haft var samband við ungmennin um helgina og þeim tilkynnt að þau yrðu að fara í sóttkví. Auk þess var ákveðið að allir flokkstjórar skyldu skimaðir fyrir veirunni og verður þess vegna engin starfsemi í vinnuskólanum í dag og á morgun.

Flokkstjórinn er einnig leikmaður úrvalsdeildarliðs Stjörnunnar og hafði þegar verið greint frá smiti hans fyrir helgi.