Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lokatölur í forsetakosningunum 2020

28.06.2020 - 08:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi á áttunda tímanum í morgun og hafa því öll atkvæði í forsetakosningunum verið talin. Niðurstaðan er sú að Guðni Th. Jóhannesson er endurkjörinn forseti Íslands með 92,2 prósent atkvæða, en áskorandinn Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8 prósent.

Kjörsókn á landsvísu var 66,9 prósent, en í Suðvesturkjördæmi var hún 68 prósent. Niðurstaðan í Suðvesturkjördæmi varð þessi:

  • Greidd atkvæði: 49.460
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 3.461
  • Guðni Th. Jóhannesson: 44.630
  • Auðir seðlar: 1.083
  • Ógildir: 286

Á landsvísu varð þetta því niðurstaðan:

  • Greidd atkvæði: 168.821
  • Guðmundur Franklín Jónsson: 12.797
  • Guðni Th. Jóhannesson: 150.913
  • Auðir seðlar: 4.043
  • Ógildir: 1.068

Þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum í Reykjavíkurkjördæmunum reyndist hún mjög lík í þeim báðum. Reyndist Guðni hafa hlotið rúm 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín tæplega átta prósent. 

Þetta varð einnig niðurstaðan í Norðvesturkjördæmi.

Í Norðausturkjördæmi skiptust atkvæðin þannig að Guðni hlaut 93,4 prósent, en Guðmundur Franklín 6,6 prósent.

Í Suðurkjördæmi fékk Guðni rúmlega 90% atkvæða, en  Guðmundur Franklín tæp 9%.