Ekki búið að bera kennsl á þá látnu

28.06.2020 - 17:38
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þrjá íbúa húss á horni Bergstaðastrætis og Vesturgötu í Reykjavík sem létust í eldsvoða á fimmtudag. Kennslanefnd er ekki búin að bera kennsl á viðkomandi og er enn að störfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að rannsókn lögreglu á eldsvoðanum sé enn í fullum gangi. 

Þrír létust af völdum eldsvoðans. Tveir fundust látnir í brunarústunum en andlát þess þriðja var skráð á sjúkrahúsi. Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að minnast hinna látnu og þrýsta á um að bætt yrði úr óviðunandi aðstæðum innflytjenda á húsnæðismarkaði. Fólkið hélt frá Austurvelli gangandi að húsinu á Bræðraborgarstíg. Þar voru lögð blóm og skilaboð við húsið til minningar um hina látnu og til áminningar um stöðu innflytjenda.

Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi