Ekkert smit hjá níu í sóttkví á Austurlandi

28.06.2020 - 17:23
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Enginn af þeim níu sem voru send í sóttkví á Austurlandi á föstudag hefur greinst með kórónuveirusmit, en sýni úr þeim voru send til greiningar í gær.

Ekki hafa fleiri verið sendir í sóttkví í fjórðungnum nú um helgina.

Í tilkynningu sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi sendi frá sér nú síðdegis segir að beðið sé þeirra ráðstafana sem sóttvarnalæknir kann að leggja til. 

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um aðgerðir, en vel er fylgst með komum erlendra ferðamanna með flugi, ferjum eða skútum. 

Aðgerðastjórn Almannavarna minnti Austfirðinga í gær á að viðhalda öllum smitvörnum, en mjög fá smit hafa greinst í fjórðungnum, átta alls sem er undir 0,1% prósent hlutfall íbúa. 

Afar fáir í fjórðungnum eru samkvæmt því með mótefni fyrir veirunni og Austfirðingar því jafn viðkvæmir fyrir smiti og við upphaf faraldursins.

 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi