Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bannon vill aftur í innsta hring Trumps

epa07453854 Former White House strategist Steve Bannon speaks as he holds The Daily Telegraph newspaper during a political meeting in Rome, Italy, 21 March 2019.  EPA-EFE/ETTORE FERRARI
Steve Bannon var ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta um tíma. Mynd: EPA
Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donald Trump þar til forsetinn rak hann árið 2017, stefnir nú á að komast aftur inn í innsta hring áhrifavalda forsetans fyrir forsetakosningarnar í haust. 

Guardian greinir frá og segir Bannon hafa lofað Trump í hástert nýlega í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni og þá er forsetinn sagður vera jákvæður gagnvart endurkomu ráðgjafans.  Þeir hafa þó ekki rætt saman enn sem komið er.

„Þegar fólk sér muninn á reglunni sem Trump hefur komið á og óreiðu [forsetaframbjóðanda demókrata, Joe ] Biden , þá er valið nokkuð ljóst,“ sagði Bannon á Fox. „Ég held að Biden eigi eftir að eiga mjög erfitt með að sannfæra kjósendur.“

Bannon snéri aftur sem stjórnarformaður Breitbart fréttaveitunnar um eins árs skeið eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið, en tengsl hans við hægri öfgahreyfingar voru meðal þess sem varð til þess að hann var rekin í kjölfar mótmæla hægri öfgamanna í Charlottesville í Virginíu sumarið 2017.

Hann reyndi svo að stofna ofurbandalag þjóðernispoppúlista í Evrópu, en er nú aftur kominn til liðs við hefðbundnari íhaldsmenn.

Fréttin hefur verið uppfærð.