Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Ældi á hálftíma fresti yfir Ermarsundið

Mynd: Jóhannes Jónsson / Wikipedia

Ældi á hálftíma fresti yfir Ermarsundið

28.06.2020 - 08:57

Höfundar

„Svo verður Sigrún sjóveik eftir að hafa synt í einungis þrjá og hálfan tíma. Og hún byrjar að kasta upp,“ segir Jóhannes Jónsson eiginmaður og liðsstjóri Sigrúnar Þuríðar Geirsdóttur sem árið 2015 varð fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermarsund.

Fjallað er um afrek Sigrúnar í heimildarmyndinni Þegiðu og syntu sem er á dagksrá RÚV í kvöld. Jóhannes Jónsson segir að eftir Sigrún varð sjóveik hafi hún kastað upp hverri einustu matargjöf. „Á 30 mínútna fresti í tæpar sjö klukkustundir.“ Sigrún segir að á einum tímapunkti í sundinu hafi hún heyrt óminn af skipstjóranum að tala við einhvern af áhöfninni. „Ég náttúrulega heyrði ekkert hvað þau voru að segja, með eyrun full af sílíkontöppum. En ég var alveg sannfærð um að skipstjórinn væri að skipuleggja að koma mér upp úr. Ég ætti að hætta að synda því þetta gengi ekki hjá mér. Ég var svona hálfpartinn að vona það,“ segir Sigrún. „Ég bara ákvað að hann væri að slútta sundinu. Þau hlógu bara að mér.“

Í Þegiðu og syntu er fjallað um Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur og ótrúlegt þrekvirki hennar. Sundið yfir Ermarsundið tók hana 22 klst. og 34 mín. Myndin er sýnd á RÚV klukkan 20.15.

Tengdar fréttir

Tónlist

Heimildarmynd um Hatara í alþjóðlega dreifingu

Kvikmyndir

Fannst óhugsandi að lifa að slökkt yrði á heiminum

Myndlist

„Steina, hvaða orgía var þetta?“

Kvikmyndir

Ljóðræn fegurð en langdregin og endaslepp