Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Svíar þurfa að framvísa prófi við komuna til Danmerkur

27.06.2020 - 18:39
epa08508637 General view of the MS Pearl Seaways cruiseferry, owned by DFDS Seaways, at Copenhagen's North Port, Denmark, 25 June 2020. The DFDS ferry route between Copenhagen and Oslo, Norway, resumed operation after the break due to the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic. Today's departure is simultaneously the debut of a new route between Frederikshavn and Oslo, with DFDS now adding a stop in Vendsyssel on the way to and from Oslo.  EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
Þeir Svíar sem ætla sér að ferðast til Danmerkur verða að geta framvísað neikvæðu skimunarprófi við komuna til landsins.

Danska ríkisútvarpið DR greinir frá þessu og segir embætti danska ríkislögreglustjórans hafa brugðist við eftir að nokkurs ruglings gætti á landamærunum.

Eitthvað virðist hafa verið um það að þeir sem búa í Suður-Svíþjóð næst Eyrarsundsbrúnni og sem hafa í gegnum tíðina gert sér ferð til HKaupmannahafnar til að versla hafi komið til Danmerkur gegn loforði um að láta skima sig næsta sólarhringinn.

Sænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær og dag. Sagði dagblaðið Sydsvenskan þannig Svía frá Skáni, Halland og Blekinge ekki þurfa að framvísa skimunarprófi líkt og aðrir.

Danski ríkislögreglustjórinn Peter Ekebjærg hefur nú tekið af allan vafa um að það þurfi þeir víst að gera.

„Ef þeir vilja koma hingað án þess að hafa tilgreinda ástæðu þá verða þeir að hafa tilbúið neikvætt kórónaveirupróf sem ekki er eldra en 72 tíma gamalt,“ hefur DR eftir Ekebjærg. Þessi ráðstöfun muni gilda á meðan að smit á þessum svæðum séu jafn mörg og raun ber vitni.

Aðrar reglur gilda hins vegar um þá Svía sem vinna í Danmörku, eða sem eiga fjölskyldu í Danmörku.