
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Leikarinn Hank Azaria sem hefur um áratugaskeið túlkað indverskættaða kaupmanninn Apu Nahasapeemapetilon tilkynnti þegar í janúar síðastliðnum að nú væri komið að leiðarlokum.
Bandaríkjamenn hafa, allt frá 25. maí síðastliðnum við andlát Georges Floyd, staðið frammi fyrir mikill hugarfarsbreytingu og uppgjöri gagnvart langvarandi kerfisbundnum rasisma og mismunun.
Leikarinn Harry Shearer hættir einnig að tala fyrir munn þeldökka læknisins dr. Hibbert. Shearer ljáir fjölmörgum íbúum Springfield rödd sína, þar á meðal herra Burns yfirmanni Hómers og hinum síglaða Ned Flanders nágranna Simpson fjölskyldunnar.
It’s been an honor to play Cleveland on Family Guy for 20 years. I love this character, but persons of color should play characters of color. Therefore, I will be stepping down from the role. pic.twitter.com/FmKasWITKT
— Mike Henry (@mikehenrybro) June 26, 2020
Ákvörðunin um uppstokkun í raddaflóru Simspon þáttanna var tekin eftir að Mike Henry ákvað að hætta sem rödd Clevelands Brown þeldökks vinar Peter Griffen í teiknimyndaþáttunum Family Guy.
Henry sagði það hafa verið heiður að leika Cleveland í tuttugu ár enda þætti honum mjög vænt um karakterinn. En þeldökkum beri að leika þeldökkt fólk og því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar.