Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Norðvesturkjördæmi eru í nokkru samræmi við síðustu skoðanakannanir Gallup. Guðni Th. Jóhannesson var með 93,6% þeirra 3.923 atkvæða sem talin voru í kjördæminu, en Guðmundur Franklín Jónsson 246 atkvæði. Auðir seðlar voru 74 og 24 ógildir.
Rétt á eftir komu fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi þar sem Guðni Th. var með rétt tæplega 90% atkvæða og Guðmundur Franklín um 10%.