Facebook bregst harðar við hatursorðræðu

27.06.2020 - 03:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.

Mark Zuckerberg forstjóri Facebook boðar jafnframt að sérstakar merkingar verði settar á færslur sem talist geta fréttnæmar en ganga gegn reglum miðilsins.

Þar fetar Facebook í fótspor Twitter þar sem tíst frá Bandaríkjaforseta hafa verið merkt sérstaklega.

Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að fjöldi stórfyrirtækja á borð við Coca Cola og símafyrirtækið Verizon, hefur tilkynnt að þau muni sniðganga Facebook vegna úrræðaleysis miðilsins við að stöðva hatursfull ummæli.

Að sögn talsfólks Facebook er hægt að komast á snoðir um og stöðva nærri 90% allrar hatursorðræðu með aðstoð gervigreindar.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi