Sækja um greiðsluskjól eftir nær algjöran tekjumissi

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Forsvarsmenn Allrahanda GL sem rekur Gray Line á Íslandi, hafa sótt um greiðsluskjól vegna tekjuhruns hjá fyrirtækinu. Tekjur Gray Line námu um 700 milljónum króna síðustu þrjá mánuði fyrir COVID-19 faraldur en voru aðeins 680 þúsund krónur síðustu þrjá mánuði. Það er um 0,1 prósent af fyrri tekjum.

Greiðsluskjólsbeiðni Allrahanda GL/Gray Line byggir á nýsamþykktum lögum um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Í yfirlýsingu frá Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Allrahanda GL/Gray Line, segir að staðan sé óljós næstu mánuði. „Margt bendir þó til að aðstæður geti breyst til batnaðar mjög hratt. Bókanir lengra fram í tímann hafa verið að taka við sér.“ Þannig séu bókanir haustsins um helmingur þess sem var á sama tima í fyrra og bókanastaðan eftir áramót sé nánast eins og í byrjun þessa árs.

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi