Kyrrsetja 262 flugmenn

26.06.2020 - 18:45
epa08437364 (FILE) - An image provided by Maik Voigt via Jetphotos.com shows PIA Airbus A320 AP-BLD at Dubai International Airport, United Arab Emirates, 12 December 2017 (issued 22 May 2020). The Pakistan International Airlines (PIA) flight PK8303 from Lahore to Karachi carrying some 107 passengers and crew, crashed while landing in Karachi on 22 May.  EPA-EFE/MAIK VOIGT / JETPHOTOS MANDATORY CREDIT: MAIK VOIGT  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Maik Voigt
Yfirvöld í Pakistan hafa kyrrsett 262 flugmenn sem eru grunaðir um að hafa svindlað á flugprófum. Reuters fréttastofan greinir frá og segir leyfisveitingar til flugmanna nú vera til rannsóknar.

Ákveðið var að hefja rannsóknina eftir að frumniðurstöður lágu fyrir á mannskæðu flugslysi sem varð í Karachi í síðasta mánuði. Þær bentu til að flugmaðurinn hefði ekki fylgt viðteknum stöðlum og hefði í ofan á lag hunsað viðvaranir.

97 manns fórust í flugslysinu og greindi ríkisrekna flugfélagið Pakistan International Airlines frá því í gær að það myndi kyrrsetja þá flugmenn sem hjá því störfuðu og reyndust með „vafasamt“ flugskírteini.

Ghulam Sarwar Khan, ráðherra flugmála, segir pakistönsk yfirvöld hafa árum saman rannsakað möguleg hagsmunatengsl starfsmanna flugmálaeftirlits og flugmanna og sem vildu komas hjá því að taka nauðsynleg próf.

Segir Khan flugmennina sem voru kyrrsettir vera sakaða um að hafa fengið einhvern annan til að taka eitt eða fleiri prófanna fyrir sig. Í einhverjum tilfellum hafi jafnvel einhver annar tekið öll átta prófin fyrir flugmanninn.

141 flugmannanna starfa fyrir Pakistan International Airlines, níu fyrir Air Blue, 10 fyrir Serene Airline og 17 störfuði hjá flugfélaginu Shaheen Airlines sem nú er hætt rekstri. Þeir 85 sem eftir eru starfa ýmist fyrir leiguflugfélög eða flugklúbba.

Þegar er búið að sanna að 28 flugmannanna hafi fengið skírteini sitt með ólöglegum hætti og eiga þeir ákæru yfir höfði sér. Fimm starfsmenn flugmálayfirvalda hafa þá verið reknir vegna málsins og verða mögulega ákærðir.

„Ég tel að þetta muni aðstoða okkur við að koma alþjóða flugmálayfirvöldum í skilningu um að við höfum lagfært málin," sagði Khan og kvað aðgerðunum ætlað að bæta trúverðugleika flugiðnaðarins í Pakistan.

Núverandi prófakerfi var komið á árið 2012 til að mæta alþjóðastöðlum, en auk prófanna átta þurfa flugmenn að hafa flogið 1.500 tíma.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi