Hnífstunguárás í miðborg Glasgow

26.06.2020 - 13:35
Mynd: EPA-EFE / Patrick Pieciun
Sex særðust þegar maður réðst á fólk á hóteli í miðborg Glasgow í dag. Lögreglumaður særðist alvarlega í árásinni, en er ekki í lífshættu, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá varalögreglustjóra borgarinnar. Árásarmaðurinn var skotinn til bana.

Fyrstu fréttir breskra fjölmiðla hermdu að þrír hefðu látist í árásinni. Þær áttu ekki við rök að styðjast. Hluta miðborgarinnar lokað vegna árásarinnar. Vopnaðir lögreglumenn voru hvarvetna á ferli. Því hefur verið beint til borgarbúa að halda sig frá miðborginni til að auðvelda lögreglu að rannsaka árásina. Enn hafa engar upplýsingar verið gefnar um árásarmanninn eða hvort árásin sé rannsökuð sem hryðjuverk.

Fréttin hefur verið uppfærð.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi