Fjölskylduráð Norðurþings samþykkti á mánudaginn að bjóða bæjarbúum upp á tvær sýningar á myndinni í dag. Íbúar í sveitarfélaginu er að vonum spenntir fyrir myndinni enda að stórum hluta tekin upp á Húsavík.
Í gær varð hins vegar ljóst að Netflix, sem framleiðir myndina, veitti ekki heimild fyrir sýningunni þótt fyrirtækið hafi upphaflega tekið vel í hugmyndina. Sveitarfélagið leggur því til að fólk komi saman í heimahúsum. „Við hvetjum íbúa til þess að koma saman í heimahúsum og horfa saman á myndina og væntum þess að fjöldi einstaklinga úr samfélaginu vinni leiksigur á skjánum,“ segir á heimasíðu Norðurþings.
Myndin er aðgengileg á Netflix frá og með deginum í dag.