Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hagstofan spáir mesta samdrætti lýðveldissögunnar

26.06.2020 - 10:14
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Verg landsframleiðsla dregst saman um  8,4 prósent í ár sem er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem kom út í morgun.

Má rekja samdráttinn til kórónaveirufaraldursins sem hefur lamað samgöngur á milli landa og þar af leiðandi haft mikil áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi segir í Hagtíðindum Hagstofunnar.  Gert er ráð fyrir að í ár dragist einkaneysla saman um 6,1 prósent, útflutningur um 30% og að atvinnuleysi verði að jafnaði 8,2 prósent.   

Reiknað er með snörpum viðsnúningi á næsta ári og að vöxtur landsframleiðslunnar verði 4,9 prósent. Næstu ár verði hagvöxtur á bilinu 2,5 til 2,9  prósent. Einkaneysla aukist um 5,5 prósent, atvinnuleysi verði 6,8 prósent og útflutningur aukist um 19 prósent.   

Horfur eru á að þjóðarútgjöld dragist saman um 4,4% í ár en um 4,3 prósent 2021