Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Boða til blaðamannafundar um reynslu af skimuninni

katrín jakobsdóttir forsætisráðherra á upplýsingafundi um opnun landamæra
 Mynd: RÚV
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar  í dag um skimun á landamærum Íslands. Meginefni fundarins er reynslan af skimun ferðamanna til Íslands undanfarið og næstu skref.  

Fundurinn verður haldinn í  Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 16, en ásamt forsætisráðherra munu þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verða til svara.

Á fundinum verða einnig þau Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.