Þýska ríkið leggur Lufthansa til fé

25.06.2020 - 00:37
Airbus A320 flugvél Lufthansa
 Mynd: Airbus
Unnið hefur verið að því að koma í veg fyrir gjaldþrot þýska flugfélagsins Lufthansa með níu milljarða björgunarpakka ríkisins.

Nú er komið að hluthafafundi að samþykkja aðkomu þýska ríkisins að rekstri félagsins.

Milljarðamæringurinn Hermann Thiele sem á um 15% hlut í félaginu kveðst ætla að greiða atkvæði með samkomulagi við þýska ríkið. Það mun með framlagi sínu eignast 20% hlut í félaginu.

Framtíð flugfélagsins, sem stofnað var 1953, er í húfi eftir að kórónuveirufaraldurinn stöðvaði nánast öll umsvif þess. Samningaviðræður um aðkomu ríkisins hafa nú staðið yfir um nokkurra mánaða skeið.

Forstjóri félagsins, Carsten Spohr mun ávarpa hluthafafund sem hefst klukkan tíu í fyrramálið þar sem hann hyggst hvetja hluthafa til að styðja áætlun um björgun Lufthansa.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi