Segir Assange hafa nýtt sér tölvuþrjóta

epa07622697 (FILE) - Wikileaks founder Julian Assange speaks to reporters on the balcony of the Ecuadorian Embassy in London, Britain, 19 May 2017 (reissued 03 June 2019). Reports on 03 June 2019 state Uppsala District Court in Uppsala, Sweden, 03 June 2019 denied a request of  detention of Julian Assange in absentia on rape allegations. Assange was arrested at Ecuadorean embassy in March 2019.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
Julian Assange. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hafi ráðið til sín tölvuþrjóta til að komast yfir trúnaðarupplýsingar.

Assange hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir njósnir eftir að Wikileaks birti trúnaðargögn um hernað Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Assange á að hafa hjálpað uppljóstraranum Chelsea Manning að stela trúnaðargögnum.

Ráðuneytið segir Assange hafa starfað með tveimur þekktum hópum tölvuþrjóta, LulzSec og Anonymous. Hann hafi einnig fengið óleyfilegan aðgang að tölvukerfi stjórnvalda í ónefndu NATÓ-ríki.

Wikileaks hefur vísað þessu á bug og segir þetta enn eina tilraunina til að blekkja almenning. Assange er nú í öryggisfangelsi í London og bíður þess að krafa um að hann verði framseldur til Bandaríkjanna verði tekin fyrir.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi