Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

PCC á Bakka lokað tímabundið

25.06.2020 - 15:38
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Allt að hundrað manns misstu vinnuna í dag í kísilveri PCC á Bakka skammt frá Húsavík. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hyggist stöðva starfsemi sína tímabundið nú í lok júní. Fundur með starfsfólki hófst klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu missa tveir þriðju hlutar starfsfólks vinnuna eða 80 til 100 manns.

Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi raskað heimsmarkaði með kísilmálm, verð hafi lækkað mjög og dregið úr eftirspurn. Þá segir að aðgerðirnar séu tímabundnar og að félagið geri ráð fyrir að endurráða starfsfólk þegar framleiðsla hefjist að nýju.

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV