Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Knattspyrnukona greindist með COVID-19

Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso

Knattspyrnukona greindist með COVID-19

25.06.2020 - 17:55
Í dag greindist íslensk knattspyrnukona í efstu deild með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Frá þessu greinir á Facebook-síðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

Þar segir að síðar hafi komið í ljós að hún hafði verið í nánd við smitaðan einstakling erlendis og fór því aftur í sýnatöku. Sú sýnataka reyndist jákvæð. Sem stendur er hún einkennalaus.

Smitið gæti haft áhrif á skipulag Pepsi Max deildar kvenna.

Í færslunni segir að allir sem hafa verið útsettir fyrir smiti í samskiptum við hana síðastliðna tvo sólarhringa þurfi að fara í sóttkví í 14 daga. Smitrakning er í gangi en ljóst er að margir þurfa að fara í sóttkví, samkvæmt færslunni. Málið er í vinnslu og frekari upplýsinga er að vænta á morgun, að því er segir í Facebook-færslunni.