Af því verður ekki því landstjórnin er ekki tilbúin að leggja fram það fé sem til hefði þurft. Þetta kom fram í viðtali við Jón Hammer einn framleiðenda þáttanna í Kringvarpinu færeyska.
Honum þykir miður að geta ekki kvikmyndað þættina í heimalandinu enda eiga þeir að gerast þar, en neyðin kennir naktri konu að spinna. Því hafi Ísland orðið fyrir valinu.
Helgi Abrahamsen viðskipta- og iðnaðarráðherra sagði verkefnið hafa vera áhugavert en það gæti átt við svo mörg önnur. Það gengi einfaldlega ekki að galopna fjárhirslur ríkisins.
Ekki liggur fyrir hvenær tökur hefjast en upphaflega stóð til að frumsýna TROM á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar á þessu ári.