Seðlabankinn semur um stuðningslán

24.06.2020 - 17:58
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Seðlabankinn hefur undirritað samninga við Arion banka, Kviku banka, Landsbankann og Íslandsbanka um veitingu stuðningslána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Stuðningslán voru kynnt sem hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar þann 21. apríl síðastliðinn. Þeim er ætlað að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum í kjölfar kórónuveirufaraldursins með því að styðja við lítil  og meðalstór fyrirtæki í rekstrarvanda. 

Fréttastofa greindi frá því í gær (sjá hér og hér) að ekkert fyrirtæki hefði enn fengið brúarlán og að ekki hefði enn verið opnað fyrir umsóknir um stuðningslán, enda voru enn ófrágengnir samningar milli Seðlabankans og lánastofnana. 

Í dag undirritaði Seðlabankinn samninga við Arion banka, Kviku banka, Landsbankann og Íslandsbanka um að veita lánin, en tekið verður við umsóknum um lánin í miðlægri þjónustugátt á vefnum Ísland.is. Seðlabankinn fjármagnar lánin til bankanna á einnar prósentu vöxtum.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi