Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mannleg mistök ollu flugslysi

24.06.2020 - 09:07
epa08441447 Wreckage of state run Pakistan International Airlines, Airbus A320 is lying amid houses of a residential colony days after it crashed, in Karachi, Pakistan, 24 May 2020. The death toll in a plane crash in Pakistan rose to 97 on 23 May after rescue teams spent the night searching for survivors among the rubble in a residential area in the port city of Karachi, where the state-owned Pakistan International Airlines (PIA) flight with 99 people on board crashed on 22 May.  EPA-EFE/SHAHZAIB AKBER
Annar hreyfill vélarinnar sem fórst í Karachi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mistök flugmanns og flugumferðarstjóra ollu því að farþegaflugvél Pakistan International Airlines fórst í aðflugi að Karachi höfuðborg landsins í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem Ghulam Sarwar Kha, flugmálaráðherra landsins, kynnti á þingi.

Vélin brotlenti í íbúðahverfi nærri flugvellinum 22. maí síðastliðinn. Þá var verið að gera aðra tilraun til lendingar. 99 manns voru um borð, þar af átta manna áhöfn. Aðeins tveir komust lífs af. 

Í skýrslunni kemur fram að viðvörunarmerki í flugstjórnarklefanum hefðu verið hunsuð og hraði vélarinnar í aðfluginu þegar fyrst var reynt að lenda hafi verið mun meiri en öryggisstaðlar kveði á um. Þá hafi lendingarbúnaður staðið á sér. Þrátt fyrir þetta tvennt hafi flugumferðarstjórar heimilað lendinguna. Í þeirri tilraun skemmdust hreyflar vélarinnar þegar þeir skröpuðu flugbrautina. Það varð á endanum til þess að hún fórst. Ekkert bendir til þess að neitt hafi verið að vélinni sjálfri. 
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV