Jörð skelfur enn

24.06.2020 - 08:49
Mynd með færslu
 Mynd: Veður.is
Þrír jarðskjálftar, 3 og 3,2 urðu í morgun langt norð-norð vestur af Siglufirði. Fyrsti skjálftinn varð uppúr klukkan fimm og tveir rétt fyrir klukkan sjö. Skjálfti yfir þremur að stærð hefði þá ekki orðið síðan í gærmorgun.

Fjölmargir skjálftar yfir tveimur að stærð hafa orðið og hundruð smærri skjálfta. Hinu megin við landið, djúpt út af Reykjanesi varð skjálfti, 3,1 að stærð um miðnætti í nótt.  Tiltölulega kyrrt hefur verið í grennd við Grindavík undanfarna sólarhringa. 

Í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands er fjallað um þennan mikla fjölda skjálfta. „Frá því að hrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 4500 skjálfta. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið kl. 19:07 af stærð 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði. Aðrir skjálftar yfir 5 að stærð voru 5,6 og 5,4 að stærð og voru staðsettir rúma 20 km NA af Siglufirði.“

Broddi Broddason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi