Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

„Of snemmt að segja hvort hrinunni sé lokið“

23.06.2020 - 07:59
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi heldur áfram, þó heldur hafi krafturinn minnkað í skjálftunum síðustu klukkustundir. „Heldur hefur dregið úr virkninni í nótt. Frá miðnætti hafa fjögur hundruð skjálftar mælst, allir undir þrír að stærð,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur.

Hvað þýðir þetta? „Það er of snemmt að segja hvort hrinunni sé lokið á þessum tímapunkti.“

Um hádegi í gær varð skjálfti sem mældist fjórir að stærð. „Síðan þá hafa ekki mælst skjálftar yfir fjórum að stærð. Í gær mældust um 1650 skjálftar.“

Í sjónvarpsfréttum í gær sagði Sveinn Brynjólfsson sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats hjá Veðurstofunni fulla ástæðu til að vera ekki í bröttum brekkum, undir klettum og í skriðum þar sem grjóthrun geti orðið. Hann flaug yfir skjálftasvæðin um helgina til að meta aðstæður.