Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Keaton í viðræðum um að leika Leðurblökumanninn á ný

Mynd með færslu
 Mynd: Warner Bros

Keaton í viðræðum um að leika Leðurblökumanninn á ný

23.06.2020 - 14:55

Höfundar

Michael Keaton, sem fór síðast með hlutverk Leðurblökumannsins árið 1992, á í viðræðum við Warner Bros um að klæðast skikkjunni á ný.

Michael Keaton fór með hlutverk Leðurblökumannsins í báðum myndum Tims Burton um ofurhetjuna, Batman og Batman Returns árin 1989 og 1992. Það lítur út fyrir að leikarinn hafi áhuga á að sveipa sig skikkjunni á ný.

Samkvæmt vefmiðlinum The Wrap standa yfir samningaviðræður milli Keatons og Warner Bros um að hann leiki ofurhetjuna í kvikmyndinni The Flash, sem gerist í söguheimi DC-myndasagnanna. Viðræður eru þó á byrjunarstigum og því ekkert fast í hendi.

epa07430224 US actor Michael Keaton poses for the photographers as he arrives for the premiere of 'Dumbo' at the El Capitan Theater in Hollywood, California, 11 March 2019. The movie 'Dumbo' will start screening on 29 March 2019.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA
Liðin eru tæp þrjátíu ár síðan Michael Keaton fór síðast með hlutverk Leðurblökumannsins.

Ezra Miller fer með aðalhlutverk í myndinni, sem The Flash, og leikstjóri er Andy Muschietti, sem leikstýrði síðast kvikmyndunum It og It: Chapter Two. Ef samningar nást milli Keatons og Warner Bros gæti það mögulega orðið til að hann leiki Leðurblökumanninn í fleiri DC-kvikmyndum, samkvæmt heimildum Hollywood Reporter.

Mörgum þótti Keaton ekki vera rétti leikarinn til að fara með hlutverk Leðurblökumannsins áður en fyrsta mynd Tims Burton kom út 1989. Hann var helst þekktur sem gamanleikari fram að því en myndin sló í gegn og þótti hann sanna sig í hlutverkinu. Hann átti að leika í þriðju myndinni í röðinni, Batman Forever árið 1995, en sagði sig frá henni eftir að hann las handritið. „Myndin var bara alls ekki góð, maður,“ sagði hann í viðtali við The Guardian 2017. Joel Schumacher, sem féll frá í vikunni, leikstýrði myndinni.

Ben Affleck fór síðast með hlutverk Leðurblökumannsins en væntanleg er kvikmynd þar sem Robert Pattinson klæðir sig í gallann.

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Joel Schumacher látinn

Erlent

Vansæli maðurinn með breiða brosið

Bókmenntir

Leðurblökumaðurinn fær þýðingarstyrk

Mannlíf

Leðurblökumaðurinn kemur til Djúpavíkur