Erlendir fjárfestar sýna Icelandair áhuga

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Erlendir fjárfestar hafa sýnt hlutafjárútboði Icelandair áhuga, án þess að forsvarsmenn félagsins hafi haft frumkvæði að samtalinu.

 

Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Bogi Nils Boga­syni, for­stjóra Icelandair, að vinna fé­lags­ins við að fá inn­lenda fjár­festa til að leggja fram fé í útboðinu gangi vel. „Við höf­um verið með ein­beit­ing­una hér inn­an­lands og höf­um ekki haft frum­kvæði að því að tala við fjár­festa er­lend­is frá. Þátt­taka er­lendra aðila kem­ur þó al­veg til greina,“ er haft eftir Boga sem segir fé­lagið eiga í reglu­leg­um sam­skipt­um við sína stærstu hlut­hafa.

Hann segir  viðræðum við lánadrottna einnig miða vel ágætlega. „Þetta eru flókn­ar viðræður og marg­ir mótaðilar. Þetta þokast áfram,“ seg­ir Bogi sem vildi þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir lánardrottnanna hafi veitt vil­yrði fyr­ir skuldbreytingu einhverra lána. 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi