Barir opnaðir í Bretlandi 4. júlí

23.06.2020 - 12:27
epa08503503 A two metre social distancing sign in London, Britain, 23 June 2020. British Prime Minister Boris Johnson is expected to announce changes to the two metre distancing rules and also announce that pubs, galleries and cinemas can reopen their doors from 04 July.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Barir, veitingastaðir og hótel í Bretlandi mega hefja starfsemi 4. júlí, að ákveðnum skilyrðum  uppfylltum. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti þetta nú skömmu fyrir hádegi.

Sama gildir um hárgreiðslustofur, söfn og tjaldstæði. Þá verða tveggja metra fjarlægðarmörk minnkuð í einn metra og fólk frá tveimur heimilum má hittast. Næturklúbbar, líkamsræktarstöðvar, stundlaugar og snyrtistofur verða hins vegar áfram lokaðar.

Johnson sagði í breska þinginu í morgun að með þessu væri Bretlandi að byrjað að koma sér úr dvala. Hann varaði þó við því að takmarkanir yrðu settar á aftur ef veiran léti á sér kræla að nýju.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi