Annar nýnasistahópur bannaður í Þýskalandi

23.06.2020 - 07:38
A man wears a backpack with a badge reading 'Division 88' during a rally of the Alternative for Germany (AfD) party in Senftenberg, Germany, 19 June 2020. In the neo-Nazi szene the number 8 stands for the 8th letter in the alphabet 'H' and 88 is the synonyme for 'Heil Hitler'. Short time after security personnel of the AfD noticed this picture was taken by a photojournalist, the man was asked to leave the event.
 Mynd: ALEXANDER BECHER - EPA
Nýnasistahópurinn Örn norðursins hefur verið bannaður í Þýskalandi. Innanríkisráðuneyti landsins tilkynnti þetta í morgun.

Þar segir að aðgerðir gegn hópnum væru hafnar í fjórum ríkjum landsins - Norðurrín-Vestfalíu, Saxlandi, Brandenburg og Neðra-Saxlandi.

Þetta er þriðji hópur nýnasista sem er bannaður í landinu á þessu ári, en gripið hefur verið til þessara aðgerða vegna fjölmargra árása á minnihlutahópa, þar á meðal skotárás á samkomuhús gyðinga í október þar sem tveir létu lífið.

Örn norðursins, sem starfar aðallega á samfélagsmiðlum, haðfi lýst yfir stuðningi við árásarmanninn. Hópurinn hefur notað tákn þriðja ríkis Adolfs Hitler til að hrósa nasistastjórn þess tíma.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi