Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Laura Secord - Ending Friendships

Mynd með færslu
 Mynd: Patrik Ontkovic - aðsend

Laura Secord - Ending Friendships

22.06.2020 - 15:20

Höfundar

Ending Friendships er fyrsta plata rokksveitarinnar Laura Secord sem skipuð er fólki frá Íslandi, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Platan kom út í lok árs 2019 en sveitin hefur verið virk í póst-pönksenu Reykjavíkur í nokkurn tíma.

Rokkhljómsveitin Laura Secord er skipuð fjórum liðsmönnum frá Íslandi, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sveitin var stofnuð árið 2018, þegar Erik var að kenna í LHÍ og þau Alison léku saman á tónleikum í R6013, þar sem Julius sá um hljóðið og síðan fóru þau að leika saman. 

Alison MacNeil syngur og spilar á gítar en hún er einnig er í sveitinni Kimono, Ægir Sindri Bjarnarsson leikur á trommur og trommar líka í sveitinni World Narcosis, Julius Rothlander leikur á bassa og Erik DeLuca á gítar. 

Hljómsveitin sendi frá sér þessa fyrstu plötu í lok síðasta árs og er hún plata vikunnar en sveitin hefur verið virk í póst-pönksenu Reykjavíkur í nokkurn tíma og vakti meðal annars athygli á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KEXP á Airwaves í fyrra. Platan er gefin út af plötuútgáfu Ægis Why Not? og var tekin upp í sumarbústað í Miðdal, platan var hljóðblönduð af Ali Chant sem hefur verið á tökkunum hjá Perfume Genius, Soccer Mommy, Aldous Harding. Bob Weston sá um masteringu. 

Hljómsveitin dregur nafn sitt af Laura Secord Ingersoll, sem var kanadísk stríðshetja frá stríðinu 1812 en einnig af vörumerki fyrir súkkulaði í Kanada. Að sögn hljómsveitarinnar gæti fólk sem hefur gaman af indírokki tíunda áratugarins haft gaman af plötunni.

Ending Friendships er plata vikunnar á Rás 2 og hægt að hlusta á hana alla ásamt kynningum sveitarinnar á Rás 2 eftir tíu fréttir í kvöld.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Dátt djassinn dunar

Popptónlist

Fölleit er fegurðin