Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Joel Schumacher látinn

epa08502691 (FILE) - US director Joel Schumacher poses during a photocall at the 6th annual Rome Film Festival, in Rome, Italy, 03 November 2011  (reissued 22 June 2020). According to media reports, Joel Schumacher has died aged 80 on 22 June 2020.  EPA-EFE/CLAUDIO PERI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Joel Schumacher látinn

22.06.2020 - 21:36

Höfundar

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Joel Schumacher er látinn, áttræður að aldri. Schumacher hóf feril sinn í tískubransanum en leikstýrði fjölda vinsælla mynda á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þeirra á meðal eru myndirnar St. Elmo's Fire og The Lost Boys auk tveggja kvikmynda í myndabálknum um Batman.

Fyrsta mynd Schumachers sem sló í gegn var St. Elmo's Fire sem státaði af mörgum helstu ungstjörnum samtímans. Þeirra á meðal voru Rob Lowe, Demi Moore, Emilio Estevez, Judd Nelson og Andrew McCarthy auk Andie MacDowell. Myndin fékk dræma dóma en öllu betri aðsókn. The Lost Boys, smábæjarhrollvekja með blóðsugum, festi hann í sessi sem leikstjóra. 

Á næstu árum leikstýrði Schumacher kvikmyndum á borð við Flatliners og Falling Down. Batman Forever og Batman & Robin fylgdu í kjölfarið ásamt myndunum The Client og A Time to Kill sem báðar byggðu á spennusögum eftir John Grisham.

Schumacher leikstýrði kvikmyndum fram á þessa öld, þeirri síðustu árið 2011. Þeirra á meðal voru Tigerland, Phone Booth og Veronica Guerin.