Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þriðji stóri skjálftinn, jafnvel sá stærsti

21.06.2020 - 19:28
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Jarðskjálftinn varð 33,8 km NNA af Siglufirði klukkan sjö mínútur yfir sjö. Skjálftinn er 5,7 að stærð samkvæmt óyfirförnum bráðabirgðaniðurstöðum. jarðvárvöktunar Veðurstofunnar.  

Skjálftinn fannst víða svo sem á Akureyri, Blönduósi og alveg suður á Akranes.

Daníel Hansen, íbúi á Svalbarði í Þistilfirði, fann vel fyrir skjálftanum. Hann sagði að skjálftinn hefði jafnvel staðið enn lengur yfir en sá stærri í gær.

„Það hristist allt og hundurinn varð hræddur,“ sagði Daníel.

Uppfært 19:36 

Skjálftinn er 5,7 samkvæmt nýjustu upplýsingum. Staðsetning skjálftans er rúmum tíu kílómetrum lengra frá landi en skjálftarnir sem urðu í gær. Unnið er að frekari yfirferð á Veðurstofunni.

Fréttastofa óskar eftir myndskeiðum af skjálftanum. Hægt er að senda þau á [email protected]

 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV