Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Gítar Kurt Cobain seldur fyrir metfé

Mynd með færslu
 Mynd: MTV - Skjáskot

Gítar Kurt Cobain seldur fyrir metfé

21.06.2020 - 06:54

Höfundar

Kassagítarinn sem Kurt Cobain lék á við upptökur á órafmögnuðum tónleikum MTV sjónvarpsstöðvarinnar árið 1993 seldist fyrir sex milljónir bandaríkjadala á uppboði um helgina, jafnvirði um 830 milljóna króna. Upphæðin er sú hæsta sem fengist hefur fyrir gítar á uppboði. Fyrra met var sett í fyrra þegar gítar David Gilmour úr Pink Floyd var seldur fyrir um fjórar milljónir dala.

Kaupandi Martin D-18E gítars Cobains, sem smíðaður var 1959, er Ástrali að nafni Peter Freedman. Hann er eigandi hljóðnemaframleiðandans Rode Microphones.

Fleiri munir úr fórum látinna og lifandi tónlistarmanna voru seldar á net-uppboði Julien's Auctions um helgina. Til að mynda gítar sem áður var í eigu Prince, beltissylgja frá Elvis Presley, dagbók sem Jim Morrison hélt í París og kjóll af Madonnu.

Tengdar fréttir

Tónlist

Kassagítar Cobains falur á tugi milljóna

Mynd með færslu
Tónlist

Peysa Kurts Cobain boðin upp