Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Farþegar óttaslegnir um borð í Herjólfi

21.06.2020 - 22:51
Mynd: Þór Ægisson / RÚV
Hvassviðri og mikil ölduhæð varð til þess að illa gekk að sigla Herjólfi inn í Landeyjahöfn í kvöld. Siglt var af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 20:00, og þegar Herjólfur nálgaðist Landeyjahöfn var sjólag orðið mjög vont. Að sögn fréttamiðilsins Tígulsmat skipstjórinn Brynjar Smári Unnarsson stöðuna svo að rétt væri að sigla Herjólfi til hliðar og bíða versta brotið af sér.

Ákveðið var að reyna aftur tíu til fimmtán mínútum síðar, og tókst þá að sigla Herjólfi inn í Landeyjahöfn. Á myndbandinu hér að ofan má sjá að nokkur ótti greip um sig meðal farþega þegar skipið beygði til hliðar, enda talsverður brotsjór. Myndbandið var sent til fréttastofu af Kristjani Broder Lund.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV