Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hlé á samningaviðræðum hjúkrunarfræðinga

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins gerðu hlé á samningaviðræðum sínum klukkan rúmlega fjögur í dag.

Samninganefndir beggja vinna áfram hvor í sínu lagi með úrlausnarefni og álitaefni frá rikissáttasemjara í farteskinu. 

Stefnt er að framhaldi viðræðna á morgun sunnudag 21. júní. Nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin. 

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir samningaviðræðurnar hafa verið erfiðar, þungar og krefjandi. Hann segir samtalið þó vera virkt og gott. Verið sé að leita lausna og mismunandi leiðir til skoðunar. 

Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í fimmtán mánuði. Ef ekki næst samkomulag mun verkfall á þriðja þúsund hjúkrunafræðinga víða um land skella á eftir tvo sólarhringa.