Rannsaka ólöglega vopnasölu til Kongó

epa07567843 Soldiers of the Congolese national army, the Armed Forces of the Democratic Republic of the Congo (FARDC), take up a position that overlooks the so-called 'triangle of death', where the ADF militia group operate, in Beni, North Kivu province, Democratic Republic of the Congo, 11 May 2019 (issued 13 May 2019). Dealing with the Ebola outbreak in Beni has multiple security challenges including attacks from local Mai Mai militia group and the Ugandan-originating Allied Democratic Forces (ADF) rebel group that claimed to be connected to the Islamic State (IS) networks.  EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM
Sá einstaki aðili sem flest mannréttindabrot hefur á samviskunni í Kongó er stjórnarherinn, samkvæmt úttekt Sameinuðu þjóðanna Mynd: epa
Sameinuðu þjóðirnar saka nokkur ríki um að vígbúa og þjálfa herinn í Kongó án þess að láta Sameinuðu þjóðirnar vita eins og lög frá árinu 2004 gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fyrir Öryggisráðið og AFP hefur fengið afrit af. Sum vopnanna hafa komist í hendurnar á vopnuðum hópum í austurhluta landsins, þar sem vígahreyfingar hafa orðið hundruðum að bana síðustu mánuði.

Sérfræðingar innan Sameinuðu þjóðanna beina sjónum sínum að þjálfurum og búnaði frá Albaníu, Rúmeníu, Tyrklandi, Suður-Afríku, Ísrael, Kína, Íran, Bretlandi, Norður-Kóreu, Súdan og Bandaríkjunum, auk fleiri landa. Ekki hefur verið bann við vopnasölu til stjórnarhersins í Kongó, en skylt er að tilkynna afhendingu vopna og þjálfun hersins til Sameinuðu þjóðanna. 

Að sögn AFP fréttastofunnar rannsaka kínversk yfirvöld nú ásakanirnar. Íranir harðneita að hafa nokkurn tímann flutt vopn eða birgðir til Kongó, sem bendir til þess að vopnin séu mögulega afhent í gegnum þriðja aðila.

Stjórnvöld í Kinshasa hafa sakað nágrannaríki um að reyna að veikja þau. Nágrannaríkin segja á móti að uppreisnarhreyfingar nýti Kongó til þess að fela sig frá stjórnvöldum nágrannaríkja. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi