Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lögreglan á Suðurnesjum leitar vitna að umferðaróhappi

19.06.2020 - 14:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitar vitna að umferðaróhappi sem varð þann 10 júní í Reykjanesbæ. Þar lentu saman rafmagnshlaupahjól og bifreið.

Óhappið átti sér stað á Hafnargötu en á meðfylgjandi mynd má sjá nákvæma staðsetningu þess. 

Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir vitneskju um málið að senda sér skilaboð, annað hvort í gegnum síma eða Facebook. 

Að sögn lögreglu var óhappið ekki alvarlegt. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV