Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Allt að 21 stigs hiti í dag

19.06.2020 - 07:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í dag er spáð 8-21 stiga hita, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Bjart verður með köflum, austan 3-8 m/s, en norðan 5-10 um landið norðanvert seinnipartinn.

Þetta kemur fram í Veðurspá Veðurstofu Íslands.

Gengur í suðaustan 8-13 og þykknar upp með dálítilli rigningu við suðurströndina í kvöld.

Horfur á landinu næstu daga: Suðaustlægar áttir verða næstu daga, rigning af og til, einkum suðaustanlands, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti verður víða 12 til 17 stig að deginum.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir