Ákærðir fyrir njósnir í Kína

19.06.2020 - 08:04
Mynd með færslu
Kanadamennirnir Michael Kovrig, til vinstri, og Michael Spavor. Mynd:
Tveir kanadískir ríkisborgarar voru í dag ákærðir í Kína fyrir njósnir. Þeir voru handteknir í desember 2018, nokkrum dögum eftir að yfirvöld í Kanada tóku höndum Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska stórfyrirtækisins Huawei og dóttur stofnanda þess.

Almennt hefur verið talið á Vesturlöndum að handtaka Kanadamannanna, Michaels Kovrigs, fyrrverandi stjórnarerindreka, og  Michaels Spavors kaupsýslumanns hafi verið hefndarráðstöfun kínverskra stjórnvalda. Þeir eru sakaðir um athæfi sem hefði getað stefnt þjóðaröryggi Kína í hættu.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi