Lögreglan lýsir eftir konu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir eftir konu. Ekkert hefur heyrst í henni frá því um klukkan hálf þrjú í dag. Hún er á svörtum Mitsubishi Outlander, árgerð 2019, með bílnúmerið HMH-83. Konan er 168 sm á hæð, 95 kg, klædd í svartar leggings, dökkan kjól með blómamunstri og er ljósbrúnt hár.

Afar brýnt er talið að konan finnist sem fyrst og biður lögreglan þau sem verða hennar eða bifreiðar hennar vör að hringja samstundis í 112.

Uppfært 22:40 Konan er fundin.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi